Miðvikudagur, 2. mars 2022
Það sem á undan er gengið í veraldarsögunni ...
... sagði Heimir Karlsson í Bítinu.
Einmitt! Tvær heimsstyrjaldir hafa þegar verið háðar með ærnum þjáningum manna. Sagan er þekkt. Borgarinn tapar. Náttúran tapar.
Hver græðir? Vopnaframleiðendur.
Hvernig er þá best að haga sér? Hver framleiðir vopn, þar á meðal SKRIÐDREKA eins og þann sem ég sá á einhverju myndbandi taka snögga beygju til vinstri og kremja bíl á ferð? Hver framleiðir hríðskotariffla? Hver selur, hver kaupir og hver græðir á þessu ógeði?
Það er fólkið sem þarf að komast í hausinn á og laga skrúfganginn á.
Sagan er þekkt, vitleysingar verða alltaf til en við þurfum fleiri í framlínuna sem eru ekki gráðugir vitleysingar.
Það munar kannski ekki öllu í ferlinu en ég lagði 50.000 kr. inn hjá Rauða krossinum til að sýna að mér er ekki sama um framtíðina, Evrópu og samborgara mína.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.