Fréttir RÚV kl. 7

Mig rak í rogastans þegar ég heyrði Ævar Örn Jósepsson segja í fréttum kl. 7 að búið væri að ljóstra upp um innbrotið á ritstjórnarskrifstofur Mannlífs fyrr í vetur. Ég hef reyndar alltaf misst af fréttum Mannlífs af Róberti Wessman og sannarlega af því að Kristjón Kormákur hafi rekið annað fréttavefmiðil.

Finnst ykkur óskýr þessi texti sem ég var að skrifa? Mér líka. Svona líður mér við lesturinn á þessum fréttum. Er þetta allt risastór auglýsing til að fá fólk inn á umrædda vefmiðla? Ég mun ekki smella á Mannlíf meðan ég þykist vita að ritstjórinn lepji upp fréttir úr minningargreinum fólks um látna ástvini eða sitji um t.d. bílslys til að vera á undan aðstandendum.

Er hann hættur því?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband