Sorphirðan

Plís, við getum sjálf aðeins liðkað fyrir. Nú berast fréttir af því að plast- og pappírstunnur séu yfirfullar í borginni. Við þurfum ekki annað en að líta út um gluggann til að sjá að það er rétt. Í fréttum kom fram að gráu tunnurnar væru tæmdar fyrst vegna eðlis ruslsins í þeim. En við neytendur getum leikandi pakkað pappa betur saman, t.d. kössum undan morgunkorni og mjólkurfernum.

Plís, slítið út úr hornunum á mjólkur- og djúsfernunum og pressið umbúðirnar saman áður en þið hendið í tunnurnar eða gámana. Ekki henda í plasttunnurnar plastflöskum sem Endurvinnslan tekur á móti og greiðir eitthvert gjald fyrir.

Tökum virkan þátt í hringrásinni. Borgarstarfsmenn gera sitt besta og við ættum að gera það líka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband