Litli fjárfestirinn

Ef mér hefði boðist að kaupa afsláttarhlut í Íslandsbanka eins og meintum fagfjárfestum bauðst hefði ég ekki slegið hendinni á móti því. Hvað þurfti hver og einn að leggja út? Þarf kannski hver fjárfestir að kaupa fyrir 100 milljónir og fær kannski skammtímalán í Íslandsbanka upp á 100 milljónir? Nei, kannski frekar í Landsbankanum. Ég man nefnilega árið 2007.

Hins vegar vantar mig ekki peninga. Ef ég hefði grætt 10 milljónir sisona - án nokkurrar fyrirhafnar eða áhættu - hefði ég kallað eftir tillögum um hver ætti að njóta góðs af. Ég meina það. Ég hefði sjálf stungið upp á Kvennaathvarfinu eða Landspítalanum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband