Fimmtudagur, 24. mars 2022
Sjálfsöryggi umfram allt
Ég horfði í vikunni á mynd sem var á RÚV um síðustu helgi, I feel pretty. Pælið bara í hvað lífsgæði manns aukast ef maður hefur fullt af sjálfstrausti. Það er óþarfi að verða oflátungur en það er líka glatað að vera með minnimáttarkennd yfir því að vera öðruvísi en glansmyndirnar í auglýsingunum.
Ókei, nú þurfið þið ekki að horfa á myndina. Lítið bara í spegil og sannfærist um að þið hafið mikið fram að færa. Mér fannst samt gaman að horfa á myndina ...
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.