Stríð hinna

Á morgun eru fimm vikur síðan við fengum fréttir af innrás rússneska hersins í Úkraínu. Við supum hveljur og hrylltum okkur. Ég er enginn aktívisti þannig að ég lagði pening inn hjá Rauða krossinum og vona síðan að menn sjái að sér. Eða að maðurinn sjái að sér því að einn maður á stærstan hlut í þessu stríði.

Og nú eru bráðum komnar fimm vikur, fólk streymir að heiman til að bjarga lífi sínu, í mörgum löndum opnar fólk faðminn og veitir flóttafólki skjól en við erum samt að verða ónæm fyrir fréttum.

Og þá rifjast upp fyrir mér fyrsta bloggfærslan mín, frá árinu 2006.

Af hverju getum við ekki öll lifað í friði? Til vara: Af hverju má ekki taka mestu ófriðarseggina úr umferð?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband