Ég trúi Bergþóru

Ég horfði á Kveik í fyrrakvöld og Kastljós í gærkvöldi. Mér er enn kalt af hrollinum sem ég fékk þegar ég hlustaði á Huldu Hjartardóttur, yfirlækni fæðingarþjónustu LSH, sem maldaði í móinn og bar á móti upplifun móðurinnar sem er sundurrifin, með stómapoka og situr ýmist í hjólastól eða gengur við göngugrind - allt afleiðingar af meðgöngu og fæðingu sem hefði getað farið vel en fór illa af því að heilbrigðisstarfsfólk hlustaði ekki á hana. 

Ég er næstum orðlaus.

Það sem Bergþóra kallar fyrst og fremst eftir er viðurkenning á því að mistök hafi verið gerð. Læknirinn þverskallast við. Ég skil alveg að fólk vilji tala varlega, almennt séð, en konan sem hafði áður fætt tvö börn og allt gengið vel hefur nú misst óhemjumikil lífsgæði vegna margháttaðra mistaka sem kerfið neitar að gangast við.

Ég á ekki fleiri orð enda sagði Bergþóra sjálf af mikilli yfirvegun allt sem skipti máli í þessu efni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það var bókstaflega erfitt að horfa/hlusta á Bergþóru, einmitt vegna þess hvað hún kom vel til skila því sem miður fór. Læknirinn í Kastljósinu fékk ekki mörg prik hér enda hafði hún vondan málstað að verja.

Guðrún Sigríður Þorsteinsdóttir (IP-tala skráð) 31.3.2022 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband