Ég trúi að flestir vilji vanda sig

Ég var að lesa pistilinn sem þvagfæraskurðlæknir las landsmönnum sem hafa undrast og gagnrýnt skeytingarleysi í heilbrigðisumönnun. Þótt fólk gagnrýni galla og jafnvel ófaglega framkomu þýðir það ekki að fólk líti svo á að allir séu alltaf undir sömu sök seldir. Mér hefur margoft þótt ástæða til að gagnrýna fúsk, þótt það sé ekki endilega á spítölunum, en þar með hef ég ekki sagt að enginn vandi sig.

Ég trúi að flestir leggi sig fram í störfum sem þeir hafa menntað sig til og hafa áhuga á.

Er ekki vissast að endurtaka þetta?

Ég trúi að flestir leggi sig fram í störfum sem þeir hafa menntað sig til og hafa áhuga á.

Ef bakari setur óvart eitt kíló af pipar í piparkökurnar mun ekki nokkur maður koma þeim piparkökunum niður. Það eru mistök sem er óhætt að hafa orð á, mistök sem rústa ekki lífi nokkurs manns en ef bakarinn bætir sig ekki missir hann viðskipti. Einhver myndi þá kalla sem verið væri að kasta bakaranum fyrir lestina, úthrópa hann, rægja eða tala niður. 

Ég skil ekki þessa viðkvæmni fyrir gagnrýni, við hljótum öll að vilja bæta okkur og einmitt læra af mistökum.

Svo er allt annað mál að sjálfsagt er álag á sumum deildum spítalans stundum alltof mikið og þar kemur fjárstjórnarvaldið til sögunnar. Nú ættum við öll að leggjast saman á árarnar og róa í sömu átt, í átt að meira öryggi og meiri fagmennsku.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband