Reimdu á þig skóna á tónleikunum hennar Guðrúnar Árnýju

Ég þekki þá hugmyndafræði að veiða fólk með villum. Í gamla daga setti fólk upp auglýsingar í sjoppum til að fá barnapíur eða einhvern til að þrífa og ef það var stafsetningarvilla fór fólk að tala um hana og fleiri lásu.

Illt umtal er betra en ekkert umtal, segir sagan. Það átti reyndar ekki við um Brúnegg og einhver fleiri tilvik sem ég man ekki akkúrat í augnablikinu.

En talauglýsingarnar á Bylgjunni í hinu endalaust leiðinlega #slöbbumsaman fyrr í vetur og núna út af tónleikum Guðrúnar Árnýjar, þeirrar öflugu söngkonu, eru bara pirrandi. 

Er til of mikils mælst að útvarpið bara vandi sig og semji af vandvirkni texta handa fólkinu sem les auglýsingarnar?

Þessi pirringur minn hérna mun örugglega ekki auka viðskiptin þannig að ef pælingin var að fá fleiri krónur í einhvern kassa er viðleitnin unnin fyrir gýg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband