Mánudagur, 11. apríl 2022
Viðskipti í Íslandsbanka
Eitt er að fá ríflegan afslátt þegar maður kaupir vöru á markaði. Annað er að selja vöruna strax og vekjaraklukkan hringir.
Ef kaupendum hefði a.m.k. verið sett það skilyrði að eiga hlutinn í ár hefðu kaupin falið í sér snefil af áhættu.
Virði bankans felst í viðskiptum við hann og þeim gróða sem hann getur búið til með viðskiptavinum sínum. Nú er ég búin að færa aurinn sem ég átti í Íslandsbanka í annan banka. Ég skipti engu máli en ef allir viðskiptavinir bankans færu annað og hættu að vera með lán í bankanum yrði virðið minna og verð hlutarins myndi lækka.
En sá gjörningur virkar minna en skyldi úr því að hákarlarnir seldu aftur strax næsta morgun.
Eigum við virkilega að kyngja þessu? Ætlum við að kjósa yfir okkur sama fólkið og lét þetta viðgangast? Erum við meðvirkari en mamma gerandans sem ber alltaf blak af syni sínum?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.