Sunnudagur, 17. apríl 2022
Bensín(verð)
Ég á bíl. Ég fer flesta daga stuttar vegalengdir. Ég vel að hjóla eða ganga og vel vandlega þá daga sem ég fer úr Hlíðunum í t.d. Hafnarfjörð. Ég þarf ekki að bera þunga hluti heim á hjólinu.
Mér finnst þetta næs og átta mig á að fullt af fólki hefur ekki þetta val. En við vitum samt vel að fullt af fólki hefur þetta val en velur að keyra alla sína kílómetra. Gott og vel.
Í dag keypti ég bensín, 32,85 lítra á 268,89 kr./lítrann. Það er afsláttarverð eins og þar stendur (á reikningnum). Ég var að gá hvenær ég hefði síðast keypt bensín. Það var 19. desember 2021. Þá kostaði lítrinn 233,90 en kann að hafa verið önnur dælustöð.
Bensínverð hefur hækkað. Svar okkar neytenda er að nota minna af því ef við getum - þau okkar sem geta.
Gleðilega páska.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.