Þriðjudagur, 19. apríl 2022
Dís árið 2000
Ég þykist muna að ég hafi lesið bókina Dís þegar hún kom út en myndina sá ég ekki fyrr en núna um páskana. Hún var á streymisveitunni fínu RÚV og í alla staði mjög páskaleg þótt hún gerist um sumar.
Dís er 23 ára og alveg kenguppgefin á að vera ekki góð í neinu. Þótt ég sé nú orðin snöggtum eldri man ég líka þá brjálæðislegu vonleysistilfinningu á sama aldri yfir að ekkert lægi eftir mig.
Svo er sérstakur bónus að rifja upp miðbæjardjammið eins og það leit út um aldamótin. Ég hefði helst viljað hafa Ilmi Kristjánsdóttur í öllum kvenhlutverkunum en hinir leikararnir voru líka fínir.
Mæli allan daginn með þessari þægilegu bíómynd.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.