Miðvikudagur, 20. apríl 2022
Dyngja eftir Sigrúnu Páls (2021)
Bókasöfn eru dýrð og dásemd. Af bókasafninu get ég gripið með mér tilfallandi bækur sem ég þarf ekki að eiga hillur undir um aldur og ævi. Ég hef samt keypt bækur til að lesa og síðan gefið áfram.
Nóg um það. Ég greip Dyngju með mér rétt fyrir páska en byrjaði ekki á henni fyrr en í fyrrakvöld. Ég varð alveg hugfangin. Sjaldan orðið sem maður getur varla lagt frá sér bækur. Teddý kom mér stöðugt á óvart og það eru mikil gæði að verða hissa í sífellu, flissa og brynna svo músum skömmu síðar.
Líf Teddýjar er markað tilviljunum og leyndardómum. Mæli mikið með og hlakka svo sjálf til að ná mér í fleiri bækur eftir sama höfund.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.