Fimmtudagur, 28. apríl 2022
Smættun
Ég heyrði hvorki né las fréttir til klukkan rúmlega fjögur í dag. Þá heyrði ég viðtal við Ingu Sæland, formann Tomma.
Mér kemur heldur ekki við hver sængar hjá hverjum en mér blöskrar langar leiðir að nokkur maður skuli vísa til meintrar hjásvæfu með þyngdartölu. Þetta er hlutgerving og ég fæ hroll.
Svo las ég nokkrar fréttir á Vísi þar sem flestir virtust líta svo á að þessi frétt hefði komist í umferð til að afvegaleiða umræðuna frá Íslandsbankasölunni.
Er það þá þannig að við getum bara hugsað um eina frétt eða einn atburð í einu? Er það allt og sumt sem íslenska hugvitið ræður við?
Ég er miður mín yfir að nokkur maður tali svona um nokkra aðra manneskju og að svona margt fólk verji rétt manns til að hlutgera manneskju.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.