Mánudagur, 2. maí 2022
Lokum kjörstöðum kl. 18
Ég heyrði í útvarpinu í morgun að það gengi illa að manna kjörstaðina vegna sveitarstjórnarkosninganna 14. maí. Nýjar reglur banna mægðir og skyldleika, kunningsskap og vensl og kennsl og ég veit ekki hvað við frambjóðendur þannig að margir reynsluboltar eru útilokaðir frá starfinu. Svo hafa víst sumir gefið kost á sér með fyrirvara um að íslenska lagið komist á lokakvöldið í Eurovision.
Þá fæddist frábær hugmynd í kollinum á mér: Látum duga að hafa opið kl. 9-18. Fólk getur kosið utan kjörfundar ef það kemst ekki á þessu bili sem ég legg til. Næst, þ.e. í alþingiskosningum 2025 (eða fyrr), mun ég síðan leggja til rafræna kosningu.
Ég vil gjarnan telja atkvæðin sem verða greidd framboðunum (hef aldrei gert það en vann nokkrum sinnum í kjördeild) og þá byrja í björtu.
Ég fékk þessa snilldarhugmynd í morgun en hafði ekki tíma til að skrifa hana niður fyrr en núna. Ég er viss um að hún marineraðist vel hjá mér.
Jæja, ætlar borgin að bjóða mér vinnu við að telja?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.