Merking eftir Fríðu Ísberg

Ég er ekki nema hálfnuð með bókina. Mér finnst hún mögnuð og hún vekur með mér hroll. Viljum við brennimerkja siðlausa fólkið og gera svo kannski mistök í góðri trú og gefa skotleyfi á vandaða manneskju? Eða jafnvel óvandaða? 

Bókin er alveg einstök en vekur hugrenningatengsl við aðrar bækur. Tvær helst, annars vegar LoveStar eftir Andra Snæ (sem á líka tilvitnun á kápunni) og svo bók eftir suður-afríska höfundinn Deon Mayer. Ég held að það sé bókin Sjö dagar en sé það ekki af lýsingunni til að vera viss. Söguþráðurinn sem ég man eftir er af morðingja sem drepur vonda fólkið í röðum, hugsar það sem landhreinsun og fær mikið klapp fyrir. Hann er auðvitað nafnlaus og lögreglan leitar hans.

En hver er þess umkominn að dæma af fréttaflutningi og sögusögnum hver er sekur og/eða vondur?

Viljum við ekki að fólk fái að verja sig? Viljum við dauðhreinsa samfélagið þangað til aðeins hinir siðprúðu og samviskusömu verði eftir? Er það yfirleitt hægt? Og minnir það ekki líka á það þegar þungun er rofin ef litningar eru óhagstæðir? Eru „fatlaðir“ verri einstaklingar/þjóðfélagsþegnar?

Er það siðlegt að aflífa fólk sem ekki er siðferðinu þóknanlegt? Og ég er ekki að tala um meinta aflífun á samfélagsmiðlum.

Merking eftir Fríðu setur alls konar hugsanir í gang en ég get ekki lesið lengi í einu. Það eru meðmæli.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband