Vitjanir á RÚV

Ég á ekki til orð. Nú eru búnir sex af átta þáttum í sjónvarpinu og Með Vitjanir á heilanum kominn í spilarann. Í kvöld varð hjartslátturinn hjá mér enn örari en yfir hinum þáttunum. Enn ein ógeðslega sannfærandi sagan um siðleysingjann sem slær ryki í augun á sínum nánustu. 

„Er ég skrímsli?“ spyr pabbinn.

Einmitt.

„Er ég skrímsli?“

Einmitt. Nei, allir hafa margar hliðar og ofbeldismenn koma stundum vel fyrir. Og þeir komast lengur upp með ofbeldið þegar aðrir í fjölskyldunni hamast við að bera af þeim blak, verja þá, ljúga fyrir þá, trúa þeim, trúa þeim til góðra verka, trúa að þeir breytist, trúa að þeir hafi ekki ætlað að gera það sem þeir gerðu. 

„Það geta allir misst stjórn á skapi sínu.“

Einmitt. Og þá er gott að hafa belti innan seilingar til að þurfa ekki að leita lengi þegar maður missir óvart og óvænt stjórn á skapi sínu. Einmitt.

„Ragnar, þú getur ekki sett bróður þinn í fangelsi.“

Mamma! Mamman! Mamman dreifir gölluðum genum, sjálfhverfu, alkóhólisma og ofbeldishneigð, móðurlega milli barnanna sinna.

Af þessari upptalningu mætti næstum skilja að öllum hápunktum væri hrúgað í eina þáttaröð og jafnvel einn þátt en það er ekki þannig. Nú eru bara þræðirnir að rakna í sundur. Geðveiki er ekki glæpur en ofbeldi er það.

Get ekki beðið eftir síðustu tveimur þáttunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband