Stóryrði - trúgirni

Ég er smáyrt og ein af þeim sem sest ekki við lyklaborðið fyrr en ég er búin að heyra mörg sjónarmið í umdeildum málum.

Eitt umdeilt mál er núna hvort, hvernig og hvenær eigi að endursenda allt að 300 flóttamenn og láta sig einu varða þótt það fólk endi á grísku götunni. 

Prestur í Laugarnesi vandaði ekki ríkisstjórninni kveðjurnar af þessu tilefni, biskup veitti prestinum tiltal og annar prestur setti ofan í við biskup.

Þetta vita allir sem fylgjast með. En hvar er samanburðurinn á orðræðu framhaldsskólakennarans í Garðabæ sem tekur iðulega upp hanskann fyrir þá sem geta vel varið sig sjálfir?

Eða samanburðurinn við grunnskólakennarann á Akureyri sem gerði lítið úr samkynhneigð og samkynhneigðum? Honum var sagt upp, hann kærði uppsögnina og dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að uppsögnin hefði verið ólögleg.

Tjáningarfrelsið er mjög ríkt og mér finnst að það eigi að vera það. Þeir sem fara samt OF frjálslega með það gjalda fyrir með trúverðugleika sínum þannig að ég segi eins og margir gáfaðir hafa sagt á undan mér: Öndum í kviðinn og flýtum okkur hægt þegar við ætlum að vera með í umræðu um eldfim efni.

Svo er annað mál að sumir sjálfskipaðir álitsgjafar eru ekkert endilega að flýta sér í hita leiksins heldur hafa einfaldlega þá bjargföstu skoðun að samkynhneigð sé óeðli eða að nauðgun sé ekki endilega nauðgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband