Strætó eða fluglest

Ég tók einu sinni strætó úr Hlíðunum og til Keflavíkur á útleið og heim aftur nokkrum dögum seinna. Það tók lungann úr deginum í báðum tilfellum og var þó einungis gerlegt af því að flugtíminn var á björtum vetrardegi.

Ég skil ekki, hef ekki skilið og mun ekki skilja þennan fortakslausa skort á áhuga á að koma til móts við markaðinn. Við viljum ekki öll láta skutla okkur á einkabíl og við viljum heldur ekki bíða óratíma eftir að 60 sæta rúta fyllist. Og það er óboðlegt að strætó feli sig í fjarlægri götu og rúnti tómur um götur Njarðvíkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband