Stjórn Festar ...

Ég er ogguponsusvekkt yfir RÚV sem er útvarp og sjónvarp í almannaeigu. Í kvöldfréttum særðu fréttamenn ítrekað í mér eyrun með því að beygja Festi Festis í eignarfalli. Ég var úti á gangi og hugsaði að ég hefði aldeilis skriplað á skötunni ef þetta væri eftir málstaðli. Svo leit ég inn á Vísi.is sem er miðill á markaði og þar er Festi Festar í eignarfalli, eins og beygingarlýsing íslensks nútímamáls útleggur sem rétt.

Af hverju ætti Festi að vera hvorugkyns? Af hverju gá ekki fréttamenn RÚV sem puðra þessu orði út ítrekað áður en þau byrja að puðra? Hvað með málfarsráðgjöf?

Ég er ekki viðkvæm fyrir málbreytingum og þoli ágætlega einstaka villur. Ég geri bara meiri kröfur til ríkisútvarpsins sem er á fjárlögum og kostar skattgreiðendur mikla peninga. Piff.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband