Miðvikudagur, 15. júní 2022
Útgáfa á vef - stafræn framtíð
Ég hnaut um Lögmannablaðið þegar ég var að fletta Facebook áðan. Þar er fjallað um ýmislegt sem ég hef áhuga á, m.a. ráðstefnu sem ég sat, leshring sem ég var þátttakandi í og málþing á Patreksfirði sem ég fór næstum á.
Ég er búin að lesa helminginn og það eru umtalsverðar líkur á að ég lesi það í hinum helmingnum sem höfðar til mín --- af því að ég er með það í tölvunni en ekki sem tímarit á borðinu.
Internetið er til muna yngra en ég þannig að nú ætla ég að taka hatt minn ofan fyrir fjórðu iðnbyltingunni sem hefur sannarlega haldið vel á spöðunum síðustu áratugina. Stundum finnst mér nefnilega sjálfvirknivæðingin of hæg en þá er gott að minna sig á að nýjungar þarf að prófa áður en þær eru settar í umferð. Við getum t.d. hugsað okkur svokallaða réttarvörslugátt sem er á mikilli siglingu en má ekki fara fram úr sér vegna þess að þá gæti orðið uppi réttaróvissa.
Í hnotskurn: Frábær sigling í rafrænni samtíð og framtíð. Frábær samtími!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.