Þriðjudagur, 28. júní 2022
Rusl í Reykjavík
Í dag er þriðjudagur og ég hélt að búið væri að tæma tunnurnar síðan í síðustu viku. Ég veit ekkert af hverju ég hélt það, ég man alls ekki hvaða daga ruslið er tekið. En ég veit að gráa tunnan - sem er núna í eintölu en var í fleirtölu þangað til í fyrravetur - fyllist aldrei á meðan græna tunnan og bláa tunnan fyllast oft. Ég þarf oft að fresta því að henda flokkuðum pappír og flokkuðu plasti af því að tunnurnar eru fullar. Hér var ég búin að þjappa vel.
Og ég bíð enn mjög spennt eftir lífrænu tunnunni sem í mínum augum yrði meiri bylting en mislæg gatnamót á Bústaðaveginum.
Hvar er lífræna tunnan mín?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.