Freistnivandi feðraveldisins

Ég las grein í Fréttablaðinu áðan. Sá sem skrifar hana notar m.a. þessi orð:

sönnunarbyrði réttarríkisins 

dómstóli götunnar

þungi fallaxarinnar

meintum gerendum

aftakan 

miskunnarlausa dómstóls

Múgurinn úrskurðar 

ofsóknum

tilraun til stærstu fjárkúgunar Íslandssögunnar

hannað atburðarásina

fébætur

Vald alþýðudómstólsins

kúgunarfé

meint, en ósönnuð, kynferðisbrot

reynsluheimi „þolendanna“

mögulega hinir raunverulegu þolendur 

andrúmsloft rétttrúnaðarins

hinir raunverulegu þolendur upploginna saka

skyndiaftökur almannarómsins

Slaufunarmenning samfélagsmiðlanna

Listinn minn varð lengri en ég ætlaði í fyrstu. Lögmaðurinn sem skrifar greinina ber blak af mönnum sem stigu til hliðar þegar „meint“ framkoma þeirra komst í hámæli. Af hverju gerðu þeir það? Af því að þeir höfðu ekki gert það sem á þá var borið?

Meðan ég er að jafna mig á lestrinum bendi ég áhugasömum á tíst á Twitter:

Er það rètt skilið hjá mér að ef gerendur bjôða þolendum peninga til að “leysa málin” utan við réttarkerfið þá séu það ekki mútur heldur eðlilegir samningar en ef dæmið snýst við þá sé það fjárkúgun?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Nei, það kallast vændi að biðja um peninga fyrir kynlíf.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.7.2022 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband