Hvað er drottinn Auðar Haralds að drolla?

Ég lít á mig sem helsta aðdáanda ritverka Auðar Haralds. Ég skrifaði BA-ritgerð um Hvunndagshetjuna 1994. Þá var bókin að sönnu orðin 15 ára og sjálfsagt búin að vera umtöluð hluta þess tíma en ég man ekkert af hverju ég var alveg staðráðin í að skrifa bókmenntafræðiritgerðina mína um hana. Að vísu langaði mig að skrifa um húmor og hann er í ómældu magni en Hvunndagshetjan er líka um sára lífsreynslu.

Nú er komin út ný bók eða kannski 25 ára, miðað við óáreiðanlegar heimildir höfundar. Ég hugsaði mér gott til glóðarinnar og skemmti mér konunglega yfir fyrsta kaflanum. Svo súrnaði aðeins í mér þegar miðaldra, firnafyndni bókhaldarinn lognaðist út af í veikindum og rumskaði næst í Miðlöndunum á miðöldum. En svo fjörgaðist ég aftur þegar á leið og húmor höfundarins reyndist óbjagaður með öllu.

Lesendur hafa lagt pestina í bókinni að jöfnu við covid og kannski er eitthvað til í því. Auður hefur lengst af verið á undan samtíma sínum. Mér finnst bókin hins vegar tímalaust góðgæti og skellti oft og mörgum sinnum upp úr.

Átti sum sé dýrlegar kvöldstundir með nýjustu afurð prinsessunnar af Bergþórugötu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband