Þriðjudagur, 5. júlí 2022
En að banna (næstum) byssur?
Enn berast fréttir af byssuglöðum árásarmanni. Í Bandaríkjum Trumps og fleiri forpokaðra hafa konur ekki sjálfdæmi yfir eigin legi og gildir þá einu í sumum fylkjum þótt þær hafi orðið þungaðar eftir feður sína, afa eða bræður. Þegar börnin eru fædd virðist hinum sömu plebbum alveg sama þótt næsti maður - barnungur þess vegna - kaupi sér byssu og pundi á börnin.
Konum hefur verið drekkt fyrir að þeim var nauðgað. Þið lásuð rétt. Sumir nauðgararnir voru líka teknir af lífi en konunum var gefið lauslæti að sök. Þeim.var.nauðgað.
Róttæk tillaga: Fækkum byssum. Breytum hinu byssuglaða umhverfi. Lágmörkum ofbeldi. Auðvitað tekur það tíma og auðvitað reynir það á, en það er alveg gerlegt.
Athugasemdir
Nú hefur Trump ekki verið við völd í meira en ár. Svo ég veit ekki hvað hann kemur nokkru við lengur.
Og það er alger misskilningur að þetta Roe vs Wade hafi neitt með leg að gera. Það hefur allt með réttindi ríkjanna vs alríkið að gera. Skoðaðu það betur. Þetta er merkilegra mál en þér hefur verið sagt, sé ég.
Ég er of and-fasísikur í eðli mínu til þess að samþykkja fækkun skotvopna. Fækkun vopna leiðir beint til gasklefans. Sjá: Ástralir voru settir í fangabúðir í massavís hér um árið. Þeir skildu ekki.
Ásgrímur Hartmannsson, 6.7.2022 kl. 21:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.