Þriðjudagur, 19. júlí 2022
Gaslýsing (1940)
Ég var að horfa á breska bíómynd frá 1940 sem samtíðarmaðurinn Alfred Hitchcock væri fullsæmdur af. Eiginmaður smánar eiginkonu sína í öðru orðinu og segir í hinu orðinu að hún sé fallegasta konan í salnum. Hann felur fyrir henni hluti og telur henni trú um að hún hafi týnt þeim. Hann breytir lýsingu á efri hæð þannig að hún dempast á neðri hæð og þykist ekkert skilja þegar hún talar um breytta GASLÝSINGU.
Hann kúgar hana og beitir andlegu ofbeldi. Á þessum tíma var upplýsingaflæðið ekki eins mikið og núna og hún er dálítið bjargarlaus.
Svo gerist eitthvað ... og ég ætla ekki að skemma fyrir áhugasömum um myndina sem ég hlekkjaði á í efstu línu.
Einu gallarnir tveir voru að ég skildi eiginmanninn ekki nógu vel og að myndin var svarthvít sem er ekki galli í alvörunni, ég er bara hrifnari af lífinu í lit.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.