Föstudagur, 22. júlí 2022
Brúin yfir Tangagötu
Maður minn, hvað Brúin yfir Tangagötu var spennandi saga um mann sem kemur engu í verk. Ég byrjaði á að lesa bara einn kafla í einu og smjatta vel á honum en þegar á leið gat ég ekki hamið mig og las síðustu 160 blaðsíðurnar í næstum einum rykk.
Bókin er engu lík sem ég hef áður lesið og punkturinn yfir i-ið er eftirmálinn sem ég ætla ekki að skemma fyrir þeim sem eiga eftir að lesa bókina.
Mig blóðlangar að sjá kvikmynd gerða eftir þessari ástarsögu en hef ekki hugmynd um hvaða leikara ég myndi velja í hlutverk Halldórs og Gyðu. Útlitslýsingar eru af skornum skammti þannig að við yrðum að vinna með uppburðarleysi Halldórs og félagslyndi Gyðu. Og geta ekki allir leikarar gert sér það upp sem þarf til að vera trúverðug persóna?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.