Gluggar

Spennandi umfjöllunarefni, gluggar. Síðustu vikurnar hefur smiður unnið í því að skipta um glugga hjá mér. Gott mál og gott hjá honum. Líka gott hjá gluggafyrirtækinu að framleiða glerið og afhenda á réttum tíma. Húrra fyrir því! Mér skilst nefnilega að það sé ekki mjög algengt.

En ég fékk það verðuga hlutverk áðan að ná burtu miðunum sem voru festir á rúðurnar til að sýna hvað ætti að vísa inn og hvað út þegar glerið var sett í. Og það var eins og við manninn mælt, límið var svo öflugt að skafa smiðsins dugði ekki, heldur varð ég að nudda bleika efninu í límið og juða svo með eldhúshníf.

Sjá myndir!Og hér er ég búin að nudda blettinn burtu

 

Hér er bletturinn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband