Annað útilokar ekki hitt

Lærifaðir minn úr háskólanum er Eiríkur Rögnvaldsson (og Höskuldur Þráinsson en hann hefur sig ekki mikið í frammi í opinberri umræðu). Nú leggur hann til að atvinnurekendum verði gert skylt að bjóða erlendu starfsfólki sínu að læra íslensku á vinnutíma.

Og hvað gerist?

Verkalýðsleiðtogi ræðst á hann og kallar elítu.

Ég hef aldrei lapið dauðann úr skel (nema kannski á árshátíð Mímis og þá í gríni) og veit ekki hvernig er að berjast í bökkum. Ég er meðvitaður forréttindapési en held að ég geti samt leyft mér að fullyrða að íslenskunám á vinnutíma þarf ekki að útiloka launakjarabaráttu.

Ef ég væri með útlent fólk í vinnu myndi ég vilja að það tileinkaði sér lágmarksfærni í tungumálinu sem er talað í landinu, mér og mínu fyrirtæki og umræddu starfsfólki til hagsbóta.

Er þetta ekki augljóslega allra hagur?

Ferðamenn held ég að vilji t.d. óskaplega gjarnan heyra einhverja íslensku þegar þeir mæta á hótelin, baðstaðina, lundabúðirnar og fjósin ef þau eru opin.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Briem

Undirritaður mælir einnig með því að blaðamönnum hér á Klakanum verði kennd íslenska í vinnutímanum, málfar, fallbeyging og stafsetning. cool

Þorsteinn Briem, 11.9.2022 kl. 22:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband