Ferðaþjónustudagurinn 2022

Fjármálaráðherra lagði til á ferðaþjónustudegi SAF í dag að fyrsti vinnuklukkutími vikunnar, t.d. hjá skólafólki, væri greiddur í dagvinnu og væntanlega er hann þá að hugsa um fyrstu 7,5 klukkutíma dagsins/kvöldsins. Þetta væri þá óháð þeim ólaunaða vinnutíma sem námsmenn verja í nám sitt (þótt hann segði það að sjálfsögðu ekki).

Þetta kallast á við bullið í Sigmari í veitingaþjónustunni sem ég hélt að væri einn um þá hálfvitalegu skoðun að skólafólk væri ekki í vinnu í náminu og væri ekki í vinnu fyrr en það mætti á veitingahúsið kl. 17 eða 18 eða guð má vita hvenær. En ráðherra fékk dúndrandi lófaklapp á þessi ummæli á ferðaþjónustudeginum þannig að veitingageirinn hefur mætt vel á fundinn.

Vídeóviðtölin sem voru birt á fundinum voru mjög fín og upplýsandi innlegg í umræðu um ferðaþjónustu, ekki síst mönnun sem er mjög erfið. Friðrik Pálsson á Hótel Rangá kom alveg sérstaklega skemmtilega á óvart. Hann virtist hliðhollur starfsfólki. Kannski hefur hann alltaf talað þannig en ég misst af því, hann tók a.m.k. skýra afstöðu með launafólki í dag og það var flott hjá honum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband