Útvarpsþing RÚV 2022 í streymi á Vísi

RÚV var með málþing um stöðu sína, stefnu og framtíð á fimmtudagsmorgun. Það hlýtur að hafa verið illa auglýst fyrir almenningi vegna þess að ég, sem áhugasamur almenningur, heyrði aðeins á skotspónum um það í dægurmálaþætti RÚV á miðvikudaginn. Ég hefði kannski ekki komist en ég komst a.m.k. ekki með svona stuttum fyrirvara og hugsaði mér þá gott til glóðarinnar að hlusta á það eftir á.

En þá finn ég það bara hjá hinum frjálsa miðli, samkeppnisaðilanum.

Og úr því að ég er byrjuð að gagnrýna RÚV - því að ég er að gagnrýna þessa frammistöðu - verð ég líka að segja að útvarpsstöðvar RÚV heyrast til muna verr heima hjá mér í Hlíðunum en Bylgjan. Það hlýtur að liggja hjá sendinum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband