Strætó strunsar á dyr

Ef ég ætti um nógu langan veg að fara á hverjum degi tæki ég strætó en mín daglega leið, samtals, er 4-12 kílómetrar. Í og úr aðalvinnu eru samtals 4 kílómetrar en ef ég fer líka í hina vinnuna bætast u.þ.b. 8 kílómetrar við. Þetta fer ég á hjólinu mínu í öllum veðrum á hælaskóm og með engan hjálm.

Sönn saga.

Ég hef aldrei lent í slysi og ætla ekki að nota hjálm enda ekki ólöglegt að vera hjálmlaus frá 15 ára aldri. Mig langar reglulega að hrósa fólki fyrir að hjóla hjálmlaust. Það er meiri áhætta að sitja í bíl með engan hjálm en að hjóla á skikkanlegum hraða utan stofnbrauta án hjálms.

Ef ég færi daglega 8-12 kílómetra aðra leið og strætisvagninn færi þá leið sem hentaði mér færi ég á strætó. Ég á bíl og man stundum ekki hvar ég lagði honum.

Ég er auðvitað forréttindapési en við erum fleiri sem búum svo vel að geta valið hjól eða tvo jafnfljóta.

Núna opnar strætó skrifstofudyrnar sínar enn á ný, gólar út að hann reki sig með tapi OG HÆKKAR EININGAVERÐ. Afsakið mig, hefur einhver reynt að reikna út hvað skattgreiðendur borga með öllum vegaframkvæmdunum sem þjóna einkabílunum? Einkabíllinn er með tvö stæði, annað heima og hitt í vinnunni. Ég hjóla af og til um hin ýmsu hverfi höfuðborgarsvæðisins og þið vitið það eins vel og ég að í öllum hverfum þar sem eru stofnanir eða fyrirtæki eru BREIÐUR AF TÓMUM BÍLASTÆÐUM um helgar. Vegna þess að einkabíllinn mætir ekki í vinnuna um helgar.

Ég veit ekki til þess að Akureyrarbær hafi ákveðið að byrja aftur að rukka í strætó. Þar kostar ekkert að taka strætó - og það er gert af viðskiptaástæðumBæjarstjóri Sjálfstæðisflokksins tók þá ákvörðun á sínum tíma.

Strætó bs. rukkar þar að auki SAMA EININGAVERÐ fyrir stakan miða og einn miða af 10 miða korti. Ha? Er enginn með viðskiptavit að reikna út miðaverð hjá Strætó? Hver kaupir 10 kókflöskur á 1.000 kr. ef ein kókflaska kostar 100 kr.?

Nei, hinn einbeitti vilji Strætós er að leggja sig niður og koma öllum fyrri ... þjónustuþegum sínum í einkabílinn sem sporar miklu meira en stóri bíllinn ef hann er vel nýttur.

#aðförin

Es. Já, ég er nett brjáluð.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband