Miðvikudagur, 5. október 2022
Einkaneysla ... eða ekki
Ég skil ekki orð Seðlabankastjóra. Hann hvetur okkur til að eyða ekki peningum. Ég veit að hann er ekki að biðja okkur um að svelta, en þótt við einstaklingarnir gætum látið á móti okkur bíó, leikhús, handsnyrtingu, þríréttað í Perlunni og þrjár vikur á Tenerife er samt fólk sem rekur fyrirtæki og veitir stofnunum forstöðu sem hafa boðið upp á þjónustu sem eftirspurn er eftir. Ef við tækjum mark á Ásgeiri og héldum að okkur höndum færu fyrirtæki á vonarvöl og eigendur og starfsfólk sömuleiðis. Færu þau þá ekki á framfæri ríkisins - og ER ÞAÐ GOTT FYRIR stýrivextina?
Ég hefði skilið ef hann hefði reynt að bremsa af hækkun fasteignaverðs eða stinga á verðbréfabrasksbóluna en ég skil ekki þegar fólk sem er kannski ekki blankt er beðið um að eyða ekki peningum. Nógu margir hafa ekki peninga til að eyða, en svo eru hinir sem hanga ekki á horriminni.
Ha? Skiljið þið þetta?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.