Fyrirtækjaskrá - áreiðanleiki?

Ég fletti upp nokkrum fyrirtækjum eða stofnunum í fyrirtækjaskrá eftir að mér var bent á að raunverulegir eigendur þeirra væru eitthvað spúkí (mitt orðalag). Ég gat ekki séð að bankarnir væru með skráða (raunverulega) eigendur (eins og Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda), ekki Landsvirkjun, ekki ráðuneytin (ekki skráð) og ekki ríkissjóður Íslands.

Hins vegar fann ég sjálfa mig sem stjórnarformann, hvorki meira né minna, í afskráðu félagi. 

Babel

Þá rifjaðist upp fyrir mér óttalegt havarí fyrir nokkrum árum, líklega tveimur, þegar ég þurfti að svara spurningum frá líklega fyrirtækjaskrá út af einhverju ponsulitlu nemendafélagi sem var stofnað 2005 og starfaði aldrei í raun. En ég var skráð formaður. Og ég fékk þrálát bréf með spurningum um það.

Tilfinning mín er sú að fyrirtækjaskrá og einhverjar aðrar stofnanir eyði miklum tíma í að eltast við hjóm í stað þess að sinna stóru málunum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband