Kvennaverkfallsdagurinn

24. október er árviss merkisdagur. Í morgun sat ég fyrri hluta ráðstefnu hjá BHM (hin dýrlega aukaafurð sveigjanlegs vinnutíma, þ.e. að geta mætt) þar sem m.a. var sýnt með útreikningum að ef x velur sér hart starf (lögfræði/verkfræði/viðskiptafræði) mun x líklega hafa 138 milljónum meiri ævitekjur en x sem velur sér mjúkt starf (umönnunarstörf/kennslu). Í útreikningunum voru störf borin saman og í raun hefði mátt sleppa kynjabreytunni. Það er löngu vitað að störf við að gæta peninga (og í sumum tilfellum illa) eru langtum verðmeiri en störf við að gæta fólks, gera við fólk og mennta fólk, þ.m.t. einstaklingana sem enda í hörðu störfunum.

Við eigum enn langt í land. Það er staðreynd.

En á þessum tímamótum var ákveðið að vígja nýjan vef um Rauðsokkahreyfinguna og aðeins vegna harðfengis míns fann ég núna slóðina. Vefurinn er vistaður hjá Kvennasögusafninu en enginn miðill sem ég fletti í leit minni sagði frá slóðinni eða neinum hagnýtum upplýsingum.

Þið þakkið mér bara við tækifæri. 

laughing


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband