Ferðafélag Íslands

Ég var búin að kaupa leikhúsmiða fyrir gærkvöldið, annars hefði ég mætt á félagsfund í Ferðafélagi Íslands. Ég hef skýrar skoðanir á ofbeldi en þekki ekki til í stjórn félagsins og get bara gert upp við mig hver mér finnst trúverðug(ur) af umtalinu. Þess vegna hefði verið gott að komast á fundinn en vonandi kemst ég á aðalfundinn í mars. Ég er alltént ekki búin að segja mig úr félaginu.

Þótt ég sé ekki innan búðar í FÍ ætla ég að viðra þá skoðun að þegar fólk vill ekki ræða málin hefur það sennilega eitthvað að fela. Og ef það er rétt sem flogið hefur fyrir, að framkvæmdastjórinn sé með 2 milljónir í mánaðarlaun, finnst mér þurfa að rökstyðja þá upphæð. Mér finnst einhvern veginn eins og hann hafi slegið sér á brjóst fyrir að leiða fimm snemmmorgunsgöngur í maí ókeypis. En kannski misminnir mig. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband