Ég man árið 2004

Árið 2004 var bönkunum hleypt út á íbúðalánamarkaðinn. Bankar eru á markaði og þeirra heilaga skylda er að hámarka arð fyrir eigendur sína. Eigendur hætta, a.m.k. að nafninu til, eigin fé og gera þannig mikla ávöxtunarkröfu. Svona skil ég stöðuna.

Eins og ég man atburðarásina 2004 fengu bankarnir síðan hagstæð lán hjá Íbúðalánasjóði og lántakendur hjá bönkunum fengu hagstæðari lán en Íbúðalánasjóður bauð upp á á þeim tíma þannig að allt í einu sat Íbúðalánasjóður uppi með mikið af atvinnulausu fé sem hann gat sem sagt ekki ávaxtað á eðlilegan hátt.

Árið 2004 giskaði ég á að illa færi.

Árið 2022 kemur það á daginn.

Ég er að horfa á Silfur Egils. Sigríður Hagalín var að enda við að spyrja fulltrúa Framsóknarflokksins hvort Framsóknarflokkurinn hefði tilhneigingu til að lofa upp í ermina á sér.

Hún skilur málið eins og ég.

En ég er með aukaspurningu sem ég er ekki búin að finna svarið við: Ef við, almenningur, töpum upp til hópa - hver græðir?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband