Félagið EAB

Um daginn sat ég á spjalli við kunningjakonu í heita pottinum í Nauthólsvík og hún sagðist vera í félaginu EAB sem fundaði aldrei, hefði engin félagsgjöld og gæfi aldrei út ársskýrslur. Skammstöfunin EAB reyndist standa fyrir Eyðum arfi barnanna

Þessi kona er núna rúmlega sextug, ánægð í vinnu, í ástríku hjónabandi og á uppkomin börn. Hún ætlar að hætta að vinna löngu fyrir 67 ára aldurinn og nota þriðja æviskeiðið, sem ég held að megi kalla lífsgjöf þeirra sem ekki falla frá of snemma, til að ferðast og njóta lífsins með eiginmanninum sem líka verður þá hættur að vinna. Reyndar er hann núna leiðsögumaður og getur unnið suma mánuði ef hann vill, sleppt úr ári og komið aftur eða bara hvað sem er.

Mér datt þetta í hug þegar ég las gott viðtal við Tryggva Pálsson um þriðja æviskeiðið. Fólk lifir núna að meðaltali lengur og börn þeirra sem verða 100 ára eru þá sjálf orðin rígfullorðin þegar foreldrarnir falla frá. 

Nú er stemning með því að skapa minningar frekar en að eignast endalausa hluti. Ég er hlynnt því að við lifum lífinu meðan það endist og er einmitt sjálf farin að minnka við mig vinnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband