Föstudagur, 23. desember 2022
Jósafat Arngrímsson - hver?
Jú, nú er komin í spilara RÚV fjögurra þátta sería um athafnamanninn Jósafat Arngrímsson (1933-2008) sem reis og féll en virtist alltaf geta vafið ráðamönnum um fingur sér.
Ég á eftir að hlusta á fjórða þáttinn en þeir byrja í línulegri dagskrá á Rás 1 kl. 10:15 á morgun. Ég hef staðið á öndinni við að hlusta og ein hugsunin er: Mikið er GRÁTLEGT að Vilmundur Gylfason skyldi ekki verða nema 34 ára.
Hlustið endilega á þessa mögnuðu úttekt.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.