Mánudagur, 26. desember 2022
Kyrrþeyr og berjamór
Vissuð þið að kyrrþeyr og berjamór eru kyrrþey og berjamó í þolfalli? Fyrir vikið er óvíst að ég geti lesið nýjustu bók Arnaldar.
Ég hef vandræðalega mikla þolinmæði gagnvart lesendum og ýmsu fólki sem skrifar á samfélagsmiðlana sína en mér finnst að fólk sem gefur út til almennrar birtingar eigi að þekkja föllin.
Eða kannski vakir eitthvað fyrir Arnaldi að hafa titilinn í þolfalli, svona eins og ef hann væri: Leyndarhjúp. Kannski verð ég að lesa hana til að komast að því hvort höfundur hefur titilinn viljandi í aukafalli. En það truflar mig að bókinni ólesinni.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.