Fimmtudagur, 5. janúar 2023
Eldfimt leyndarmál á RÚV
Ég er að tala um sturlað spennandi 4-5 klukkutíma langa ástralska þáttaröð sem sýnd er á RÚV núna. Fyrsti þátturinn var sýndur í línulegri dagskrá í fyrrakvöld en ég kláraði seríuna í gærkvöldi. Gat ekki hætt.
Eins og alltaf er eitt og eitt sem manni finnst ótrúverðugt, en heilt yfir mjög spennandi þættir. Allir hafa eitthvað að fela, allir hafa einhvern djöful að draga. Og bónus var að tengja ekki leikarana við önnur hlutverk því að ég var að sjá þau öll í fyrsta skipti.
Ég er bara frekar ánægð með framboðið á RÚV og nenni ekki að gerast áskrifandi að Netflix eða Viaplay.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.