Laugardagur, 7. janúar 2023
Engin eftirsjá hér vegna brotthvarfs Fréttablaðsins
Ég á erfitt með að henda pappír. Ég er samt ekki sá safnari að ég geymi allt sem ég hef eignast en ég hef hingað til mátt til með að fletta Fréttablaðinu áður en ég læt það í tunnuna. Nú verður breyting þar á og ég er ekkert leið þótt nú sé laugardagur og ekkert blað fyrir innan lúguna. Fréttastraumarnir eru yfirdrifnir á netinu og í útvarpinu og þangað mun ég sækja mitt efni héðan í frá.
Lifi stafrænan!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.