Mánudagur, 9. janúar 2023
Húmor Vestmannaeyinga
Á þrettándagleði Vestmannaeyinga eru skessur bornar í eldinn en samt ekki brenndar. Þannig skil ég umræðuna. Ein eða önnur er merkt Heimi þjálfara Hallgrímssyni og önnur eða hin hefur einhver ár verið merkt Páleyju Borgþórsdóttur sem var bæði í pólitík í Vestmannaeyjum og lögreglustjóri þar en nú lögreglustjóri fyrir norðan.
Í ár var nafnið EDDA FLAK fest við skessu sem var borin á bálið en ekki brennd.
Mér finnst þetta ófyndið og ef ég væri Edda myndi ég líka taka þetta persónulega og líða illa, en spurningin sem ég hef ekki séð borna upp og þannig ekki séð svar við er: Hvað finnst Vestmannaeyingum fyndið/sniðugt/áhugavert við þetta? Hver er húmorinn?
Ég er alveg búin að velta því fyrir mér og ég finn ekki neina þrettándagleði í þessum gjörningi. Þvert á móti sé ég grasserandi mannfyrirlitningu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.