Þriðjudagur, 17. janúar 2023
Kennsluglærurnar
Núna á nýbyrjaðri skólaönn hafa tvær glærur birst landsmönnum í fjölmiðlum, glærur sem sumum finnst bera skoðunum kennaranna illt vitni.
Skólastjórar segja glærurnar teknar úr samhengi.
Sumir álitsgjafar hafa áhyggjur af að nemendur séu með síma, og þar með myndavélar, í tímum í stað þess að einbeita sér að náminu.
Fólk veltir fyrir sér innrætingu og pólitískum skoðunum kennara og einhverjir hafa kallað eftir uppsögn.
Og ég glenni upp augun.
Ef samhengi gæti útskýrt glærurnar sem fara svona fyrir brjóstið á sumum væri ótrúlega gráupplagt að nota nýtilkominn áhuga á sögunni til að varpa fram samhenginu. Ég held að skólastjórarnir hafi látið gullið tækifæri ganga sér úr greipum.
Og við þá sem fordæma þá sem fordæma lekann vil ég segja: Eigum við ekki að horfa á efni máls frekar en hégómlegt formið? Svona rétt eins og þegar skýrslunni um Íslandsbankasöluna var lekið?
Ég hefði svo gjarnan viljað sitja í tímum þessara kennara og fá heilbrigða umræðu um efni máls. Ég veit ekkert hvað mér hefði fundist um glærurnar en trúi að í kjörlendi verði líflegar umræður og áhugaverð skoðanaskipti.
Hafa ekki allir skoðanir?
Glæran ekki í kennslukerfi skólans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.