Verkfallssjóður SA

Ég átta mig ekki á þesssu. Samt er ég búin að vita af þessari setningu í nokkra daga:

 

Fram hefur komið að vinnudeilusjóður Samtaka atvinnulífsins se digrari en verkfallssjóður Eflingar ...

 

Og í dag bættist þessi við:

 

Samtök atvinnulífsins munu bæta Íslandshótelum allt það tjón sem hlýst af mögulegu verkfalli Eflingarstarfsmanna.

 

Það er til nógur peningur til að mæta tjóni atvinnurekandans en ekki til að mæta kröfum verkalýðsins. Ég hef ekki séð neina launaseðla hjá Eflingu og veit ekkert um launin hjá einstaklingum en ég held að við vitum öll að laun ómenntaðra eru skammarlega lág, já, og margra menntaðra líka.

En framkvæmdastjóri SA lepur ekki dauðann úr skel enda ákaflega mikilvægur fyrir íslenska hagkerfið ...

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband