Föstudagur, 27. janúar 2023
Ríkissáttasemjari sameinar verkalýðsleiðtogana
Ég er ekki að segja lesendum fréttamiðlanna neinar nýjar fréttir eða útleggingar. Hið ótrúlega hefur bara gerst að maðurinn sem á að miðla málum, vera hlutlaus, sætta stríðandi fylkingar og samgleðjast sanngjarnri niðurstöðu hefur stillt sér upp með öðrum aðilanum. Ég er alls ekki nógu vel lesin í samningamálum til að vita hvort annað eins hefur gerst en mér væri fullkomlega misboðið ef samningavaldið væri tekið af mér á þennan hátt.
Eini augljósi árangurinn af þessu útspili ríkissáttasemjara er að Ragnar Þór og Vilhjálmur eru aftur komnir á yfirlýst band Sólveigar Önnu.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.