Fimmtudagur, 16. febrúar 2023
Neyðarástand?
Eru yfirmenn á hótelum ekki í lagi? Þau tala um neyðarástand og formaður SAF um heimagerðar hamfarir. Missti þetta góða fólk af fréttum af jarðskjálftanum í Tyrklandi?
Eða tala þau um neyðarástand þegar ekki verður hægt að greiða út milljarða í arð? Er það neyðarástandið í þeirra orðabókum?
Það sýður á mér.
Ég hef alveg samúð með ferðamönnum sem grípa í tómt og fá ekki það sem þau töldu sig hafa keypt en það heyr enginn dauðastríð út af því.
Hálaunamenn - hættið að misbjóða okkur.
Tek fram til öryggis að ég hef það fínt, er ekki á skítakaupi, er í vinnu sem ég valdi mér sjálf, er með sveigjanlegan vinnutíma og borga hellingsskatt á hverju ári.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.