Sunnudagur, 26. febrúar 2023
Juliet, naked
Í gærkvöldi horfði ég á bíómynd sem ég held að mér muni finnast stórkostleg þegar frá líður. Hún var bara sýnd á RÚV, er frá 2018 og ég hafði ekkert heyrt um hana.
Hún er um konu sem tók ákvörðun sem ung kona og 15 árum síðar sér hún eftir henni. Oftast sér maður eftir því sem maður gerði ekki, síður því sem maður gerði, er það ekki? Henni fannst hún hafa flotið áfram í lífinu frekar en að taka af skarið. Við getum mörg tekið þetta til okkar.
Þetta er mynd sem sameinar vellíðan, sársauka, vonir og framtíð. Ég leit ekki af henni meðan hún rúllaði á skjánum og það get ég sjaldan sagt nú orðið. Hins vegar skil ég ekki titilinn.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.