Strætó frá Reykjavík til Keflavíkur

Ég tók einu sinni strætó frá Klambratúni til Keflavíkur. Ég gat það bara af því að ég fór á björtum degi, hafði tíma til að rúnta um smábæina og hafði einbeittan vilja til að finna staðinn til að fara út úr strætó í Keflavík.

Eina ástæðan fyrir þessari lélegu þjónustu er að ekki má styggja einkafyrirtækin tvö sem okurselja farið með rútunum. Það er mín skoðun en ekkert annað stenst skoðun.

Spillingin er víða.

Og ég held að við látum þetta viðgangast af því að sem þjóð erum við bullandi meðvirk, ég líka en ég reyni stundum að rísa upp á afturlappirnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband