Miðvikudagur, 29. mars 2023
Hver græðir?
Ég er að horfa á Kastljósið þar sem verið er að fara yfir húsnæðismarkaðinn. Fólk um þrítugt með eitt barn og u.þ.b. 600.000 kr. ráðstöfunartekjur á mánuði getur ekki keypt sér íbúð en neyðist til að borga helminginn af ráðstöfunartekjunum fyrir leiguhúsnæði sem felur ekki í sér neina eignamyndun.
Ég er aðeins búin að vera að skoða fasteignamarkaðinn og hann er alveg klikkaður eins og allir sjá sem hafa skoðað auglýsingarnar.
En það sem mig langar að vita er svarið við spurningunni: Hver græðir?
Stór hluti þeirra sem selja fasteign kaupa aðra fasteign þannig að sá sem selur vel sofnar ekkert endilega með fúlgur í fanginu heldur fer með fenginn í næstu íbúð.
Eru margir fjárfestar sem kaupa margar íbúðir (ég hef alveg heyrt svoleiðis sögur) og raka saman peningum?
HVER græðir?
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.